Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2019 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Íslenska liðið er ekki betra en þetta
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er stjarnan í nýrri auglýsingu veðbankans Bethard í Svíþjóð. Þar er Zlatan spurður út í Lars Lagerbäck og Erik Hamrén.

Lagerbäck þjálfaði sænska landsliðið í níu ár áður en hann tók við Nígeríu og svo loks við Íslandi. Hamrén tók við sænska liðinu af Lagerbäck og stýrði því í sjö ár þar til hann hætti eftir EM 2016.

„Ég hef unnið með þeim báðum og þeir eru báðir góðir stjórar. Þeir eru mismunandi týpur, Lagerbäck er meira taktíska týpan. Þegar hann ákveður eitthvað þá fylgir hann því alla leið á meðan Hamrén er opnari fyrir breytingum og prófar að gera nýja hluti," sagði Zlatan um muninn á þjálfurunum.

„Lagerbäck var með mikið betra landslið undir höndunum heldur en Hamrén hjá Svíþjóð og það sama er að gerast með Ísland. Árangur Íslands síðustu ár er ekki eðlilegur, núna eru úrslitin að verða venjuleg aftur. Venjuleg íslensk úrslit.

„Lagerbäck gerði ótrúlega vel með íslenska landsliðið því hann gerði hluti sem enginn bjóst við að væru mögulegir. Núna býst fólk við því sama frá Hamrén, ef ekki meiru. En ég held að þeir séu ekki betri en þetta.

„Ég er ánægður að hann sé að starfa með íslenska landsliðinu og vona að þeir nái góðum árangri í framtíðinni. Ef ég á að vera sanngjarn þá eru þeir líka búnir að spila erfiða leiki, það er ekki eins og þú vinnir Belgíu á hverjum degi og Sviss eru erfiðir andstæðingar. Þó að Svíar hafi unnið Sviss þá eru þeir samt erfiðir."





Athugasemdir
banner