Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Freyr í Fjölni á láni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur fengið miðvörðinn Alexander Frey Sindrason í sínar raðir á láni frá HK.

Alexander mun spila með Fjölnismönnum í Lengjudeildinni í sumar.

Alexander kom til HK um mitt sumar 2019 og hefur leikið tíu leiki í Pepsi Max deildinni með félaginu.

„Við óskum Alexander góðs gengis með Fjölni í sumar," segir á Facebook síðu HK.

Alexander er 27 ára gamall en hann lék með Haukum áður en hann kom til HK.

Komnir:
Alexander Freyr Sindrason frá HK (Á láni)
Andri Freyr Jónasson frá Aftureldingu
Baldur Sigurðsson frá FH
Dofri Snorrason frá Víkingi R.
Kristófer Reyes frá Víkingi Ó.
Ragnar Leósson frá Ringköbing IF í Danmörku
Sindri Scheving frá Þrótti R.

Farnir:
Atli Gunnar Guðmundsson
Grétar Snær Gunnarsson í KR
Jeffrey Monakana í Magna
Jón Gísli Ström í Létti
Kristófer Óskar Óskarsson í Aftureldingu (Á láni)
Nicklas Halse til Hvidovre IF í Danmörku
Peter Zachan til Debreceni EAC í Ungverjalandi
Torfi Tímoteus Gunnarsson í Fylki
Örvar Eggertsson í HK
Athugasemdir
banner
banner
banner