Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 26. mars 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Löw sáttur eftir sigurinn á Íslandi: Komum með rétt hugarfar
Icelandair
Löw á hliðarlínunni í gær.
Löw á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, var ánægður með sína menn í 3-0 sigrinum á Íslandi í undankeppni HM í gær.

Um var að ræða fyrsta leik Þjóðverja síðan þeir töpuðu 6-0 gegn Spáni í Þjóðadeildinni í nóvember.

„Eftir langa pásu höfðum við mikla þörf fyrir að sýna að við værum betri en gegn Spáni," sagði Löw eftir leikinn.

„Ég var ánægður með stærstan hluta leiksins. Við byrjuðum leikinn af krafti og vildum setja tóninn strax."

„Liðið kom inn í leikinn með rétt hugarfar. Í síðari hálfleik spiluðum við of mikið af sendingum til baka og klikkuðum á nokkrum tækifærum til að ná hraðanum aftur upp."


Þjóðverjar mæta Rúmenum og Norður-Makedónum í næstu leikjum í undankeppninni. „Ég sé ennþá möguleika á að bæta okkar leik," sagði Löw.
Athugasemdir
banner
banner
banner