Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Mun færri mörk í liði Armeníu en Íslands
Icelandair
Henrikh Mkhitaryan, markahæsti leikmaður í sögu Armeníu, verður ekki með í leiknum á sunnudag.
Henrikh Mkhitaryan, markahæsti leikmaður í sögu Armeníu, verður ekki með í leiknum á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Armenía verður án fyrirliðans Henrik Mkhitaryan þegar liðið mætir Íslandi í undankeppni HM á sunnudag. Mkhitaryan, sem spilar með Roma, hefur skorað 30 mörk á landsliðsferli sínum en hann er markahæsti leikmaður Armena frá upphafi.

Gevorg Ghazaryan, miðjumaður PAS Lamia 1964 í Grikklandi, hefur skorað fjórtán mörk á landsliðsferli sínum en næstmarkahæsti leikmaðurinn í landsliðshópi Armena í dag er Aleksandre Karapetian, framherji Ararat-Armenia með sex mörk.

Samtals hafa leikmenn í landsliðshópi Armeníu í dag skorað 39 mörk með liðinu á ferlinum.

Ísland verður án Gylfa Þórs Sigurðssonar (25 mörk í landsliðinu) og Alfreðs Finnbogasonar (15 mörk í landsliðinu) í leiknum á sunnudag.

Samtals hafa leikmenn í íslenska landsliðshópnum í dag skorað 85 mörk á landsliðsferlinum.

Markahæstir í hópnum í dag eru Kolbeinn Sigþórsson með 26 mörk og Birkir Bjarnason með 13 mörk.

Jóhann Berg Guðmundsson er númer þrjú í hópnum í dag með átta mörk en hann ætti að verða leikfær gegn Armenum á sunnudag eftir að hafa misst af leiknum gegn Þjóðverjum í gær vegna smávægilegra meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner