Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. mars 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær sagður fá nýjan samning sama hvað gerist
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að gera nýjan samning við Ole Gunnar Solskjær, sama hvort hann nái í titil á þessu tímabili eða ekki. ESPN segir frá.

Manchester United datt úr leik í enska bikarnum um síðustu helgi en liðið er komið í 8-liða úrslit í Evrópudeildinni.

Solskjær gerði rúmlea þriggja ára samning við Manchester United í mars 2019 og hann á nú ár eftir af samningi.

Forráðamenn Manchester United eru ánægðir með uppganginn hjá liðinu og ætla að verðlauna Solskjær með nýjum samningi.

Báðir aðilar eru þó rólegir yfir stöðu mála en líklegt er að Solskjær skrifi undir nýjan samning síðar á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner