Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Watkins í D-deildinni 2017 - Skoraði í landsleik 2021
Watkins fagnar marki sínu í gær.
Watkins fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins, framherji Aston Villa, spilaði í gær sinn fyrsta landsleik fyrir Englands hönd en hann kom inn á sem varamaður og skoraði í 5-0 sigri á San Marino.

Hinn 25 ára gamli Watkins spilaði 25. mars árið 2017 með Exeter gegn Yeovil í ensku D-deildinni. Nákvæmlega fjórum árum síðar spilaði hann síðan sinn fyrsta landsleik.

Watkins fór til Brentford eftir tímabilið hjá Exeter og Aston Villa keypti hann síðan á 33 milljónir punda í fyrrasumar.

Uppgangur Watkins hefur haldið áfram hjá Villa og hann hefur leikið vel í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

„Ég var allan daginn á hótelinu að hugsa um að ég vonaðist eftir að fá tækifæri til að koma inn á og skora. Ég er orðlaus í hreinskilni," sagði Watkins eftir leikinn í gær.

Athugasemdir
banner
banner