Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. maí 2019 23:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að það sé verið að nota Man Utd
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt er væntanlega á förum frá Ajax í sumar og er gríðarlega eftirsóttur.

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en er með stórkostleg gæði. Hann var fyrirliði Ajax á nýliðnu tímabili og hjálpaði liðinu að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar og að vinna hollensku tvennuna.

Líklegast þykir að De Ligt muni fara til Barcelona en Manchester United virðist vera að komast meira inn í umræðuna.

Simon Stone, blaðamaður BBC sem er yfirleitt mjög áreiðanlegur, telur að það sé verið að nota Man Utd.

„Hef sterkan grun um að það sé verið að nota Man Utd til að kreista meiri pening út úr Barcelona," skrifar Stone á Twitter.

Sky Sports sagði frá því fyrr í dag að United væri búið að gefast upp á De Ligt og sé að reyna að fá Ruben Dias, varnarmann Benfica.

Sjá einnig:
De Ligt: Eina í stöðunni að bíða og sjá hvað gerist
Athugasemdir
banner
banner
banner