Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. maí 2021 07:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stóð til boða að velja Böðvar í landsliðið - „Með lífsins ólíkindum"
Icelandair
Fékk ekki kallið
Fékk ekki kallið
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það vakti athygli einhverja á föstudag þegar íslenski landsliðshópurinn var tilkynntur að nafn Böðvars Böðvarssonar var ekki á lista.

Þeir Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon, þeir vinstri bakverðir sem hafa verið valdir undanfarin ár í landsliðið, eru meiddir.

Böðvar kom til landsins á mánudag en hann er leikmaður Helsingborg í Svíþjóð. Böddi er FH-ingur og var hann í gær gestur í hlaðvarpi Fimleikafélagsins.

Jón Páll Pálmason kom inn á að Böðvar hafi ekki verið valinn.

„Nei, ég var ekki valinn í landsliðið," sagði Böðvar.

„Var það ekki stoppað af Svíunum?" spurði Jón Páll Pálmason sem sá um þáttinn. Böðvar svaraði þeirri spurningu neitandi.

Sigurður Gísli Snorrason, Bond, góður vinur Bödda, var einnig til viðtals í þættinum.

„Mér finnst þetta með lífsins ólíkindum," sagði Bond um valið. Böðvar á að baki fimm A-landsleiki og þá síðustu lék hann í janúar 2019.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

Varnarmenn í hópnum:
Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
Brynjar Ingi Bjarnason | KA
Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
Hörður Ingi Gunnarsson | FH
Ísak Óli Ólafsson | Keflavík
Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
Ragnar Sigurðsson | 97 leikir, 5 mörk
Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *
Athugasemdir
banner
banner