Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júní 2018 20:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir næstur á eftir Gylfa í hlaupatölum
Icelandair
Sverrir kom inn í lið Íslands og stóð sig vel.
Sverrir kom inn í lið Íslands og stóð sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er úr leik á HM eftir hetjulega baráttu. Liðið tapaði 2-1 fyrir Króatíu í leik sem Ísland var stóran hluta sterkari aðilinn í.

Íslensku leikmennirnir hlupu mikið að vanda en athygli vekur að þegar rýnt er í hlaupatölur íslenskra leikmanna að varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason hljóp næst mest á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni.

Sverrir hljóp 10,14 kílómetra en Gylfi hljóp 10,38.

Josip Pivaric, leikmaður Króatíu, hljóp mest allra á vellinum en hann fór 10,82 kílómetra í ferðum sínum upp og niður völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner