Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lyon að ganga frá kaupum á bakverði Feyenoord
Tyrell Malacia í leik með Feyenoord
Tyrell Malacia í leik með Feyenoord
Mynd: EPA
Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia er að ganga í raðir franska félagsins Lyon frá Feyenoord.

Malacia er 22 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur alla tíð spilað fyrir Feyenoord.

Hann lék 50 leiki í öllum keppnum með liðinu á síðustu leiktíð og tókst að heilla njósnara um alla Evrópu.

Franska félagið Lyon hefur nú komist að samkomulagi við Feyenoord um kaup á Malacia.

Lyon greiðir 15 milljónir evra fyrir leikmanninn og gerir hann fimm ára samning en skiptin verða tilkynnt á næstu dögum.

Malacia lék sinn fyrsta landsleik fyrir Holland í september á síðasta ári og hefur síðan þá spilað fjóra landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner