Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. júlí 2020 17:11
Brynjar Ingi Erluson
Vardy markakóngur á Englandi - Elstur í sögunni
Jamie Vardy skoraði þrennu í 9-0 sigri á Southampton fyrr á tímabilinu en hann skoraði 23 mörk í heildina
Jamie Vardy skoraði þrennu í 9-0 sigri á Southampton fyrr á tímabilinu en hann skoraði 23 mörk í heildina
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, framherji Leicester City á Englandi, er markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið en hann gerði 23 mörk og hlýtur því gullskóinn.

Vardy, sem er 33 ára gamall, varnn í dag gullskóinn í fyrsta sinn á ferlinum en hann var aðeins einu marki á eftir Harry Kane tímabilið 2015-2016 er Leicester vann deildina.

Vardy er elsti leikmaðurinn til að vinna gullskóinn en Didier Drogba var 32 ára er hann skoraði 29 mörk fyrir Chelsea tímabilið 2009-2010.

Þetta tímabilið gerði hann 17 mörk fyrir áramót en tókst aðeins að koma boltanum sex sinnum í netið eftir það. Þrátt fyrir það tókst honum að hafa betur í baráttunni gegn mönnum á borð við Pierre-Emerick Aubameyang og Danny Ings.

Aubameyang skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Arsenal á Watford í dag og endaði með 22 mörk. Ings skoraði eitt mark í 3-1 sigri Southampton á Sheffield United og endar því einnig með 22 mörk. Raheem Sterling er fjórði með 20 mörk og Mohamed Salah fimmti með 19 mörk.

Hér fyrir neðan má sjá markahæstu menn tímabilsins en hægt er að smella á tengilinn hér fyrir neðan til að sjá listann í heild sinni.

Markahæstu menn:

1. Jamie Vardy (Leicester) - 23 mörk
2. Danny Ings (Southampton) - 22 mörk
2. Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) - 22 mörk
4. Raheem Sterling (Man City) - 20 mörk
5. Mohamed Salah (Liverpool) - 19 mörk
6. Harry Kane (Tottenham) - 18 mörk
6. Sadio Mane (Liverpool) - 18 mörk
8. Raul Jimenez (Wolves) - 17 mörk
8. Anthony Martial (Man Utd) - 17 mörk
8. Marcus Rashford (Man Utd) - 17 mörk
11. Sergio Aguero (Man City) - 16 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner