Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. júlí 2022 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Atalanta féll á lyfjaprófi og er kominn í bann
Jose Luis Palomino í leik með Atalanta
Jose Luis Palomino í leik með Atalanta
Mynd: EPA
Jose Luis Palomino, varnarmaður Atalanta á Ítalíu, er á leið í langt bann eftir að það fundust anabolískir sterar í blóði hans á dögunum, en þetta kemur fram í CalcioFinanza.

Þessi 32 ára gamli miðvörður hefur verið fastamaður í vörn Atalanta síðustu ár en mun líklega ekkert spila á komandi leiktíð.

Ítalska deildin hefst þann 13. ágúst og velja fótboltayfirvöld þar í landi handahófskennt og var Palomino fyrir valinu.

Niðurstöðurnar eru gríðarlega neikvæðar fyrir argentínska varnarmanninn en anabolíski sterinn Nandrolone fannst í blóði hans og hefur hann verið sendur í bann á meðan málið er rannsakað frekar.

Palomino spilaði 34 leiki fyrir Atalanta í Seríu A á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í 8. sæti.
Athugasemdir
banner
banner