Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 13:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yaya Toure ráðinn í fullt starf hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Manchester City og Barcelona, hefur verið ráðinn í fullt starf hjá Tottenham. Hann mun þar starfa sem einn af þjálfurunum í akademíu félagsins.

Toure hefur verið við störf hjá félaginu frá því í desember sem óopinber starfsmaður á meðan hann vann í því að fá UEFA A þjálfaragráðuna. Toure útskrifaðist í sumar og mun nú fá aldursflokk hjá Tottenham sem hann mun sjá um að þjáfa. Toure er 39 ára og lagði skóna á hilluna eftir dvöl hjá Qingdao Huanghai í Kína árið 2019.

Sem þjálfari hefur Toure starfað hjá QPR sem aðstoðarmaður Chris Ramsey og þá var hann í starfi hjá Olimpik Donetsk í Úkraínu og Akhmat Grozny í Rússlandi.

Yaya er bróðir Kolo sem er einn af aðstoðarmönnum Brendan Rodgers hjá Leicester. Yaya varð á sínum tíma þrisvar sinnum Englandsmeistari sem leikmaður Manchester City.
Athugasemdir
banner