Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. ágúst 2021 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard og Bamford í enska landsliðshópnum - Enginn Greenwood
Patrick Bamford
Patrick Bamford
Mynd: EPA
Gareth Soutghate, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið 25 manna hóp fyrir komandi landsliðsverkefni. England mætir Ungverjalandi, Andorra og Póllandi í þremur leikjum í september.

Það sem vekur mesta athygli í hópnum er að Patrick Bamford, leikmaður Leeds, er í hópnum og Jesse Lingard er þar einnig. Bamford er í fyrsta sinn valinn í landsliðið. Lingard var ekki valinn á EM í sumar en kemur inn núna. Þá er Trent Alexander-Arnold í hópnum en hann var meiddur í sumar.

Ben Chilwell er ekki í hópnum og sömu sögu má segja af Mason Greenwood sem hefur skorað tvö mörk í tveimur fyrstu leikjum Manchester United á tímabilinu.

Enski hópurinn:
Markmenn: Sam Johnstone, Jordan Pickford, Nick Pope

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Conor Coady, Reece James, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kieran Trippier, Kyle Walker

Miðjumenn: Jude Bellingham, Jordan Henderson, Jesse Lingard, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice

Framherjar: Patrick Bamford, Dominic Calvert-Lewin, Jack Grealish, Harry Kane, Bukayo Saka, Jadon Sancho, Raheem Sterling


Athugasemdir
banner
banner
banner