Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Matti Villa: Fjölskyldan vildi snúa heim
Mynd: Getty Images
Matthías Vilhjálmsson er að snúa aftur í íslenska boltann eftir tæpan áratug í Noregi þar sem hann lék fyrir Start, Rosenborg og Vålerenga.

Matti Villa, sem er uppalinn hjá BÍ Bolungarvík, gengur aftur í raðir FH þar sem hann spilaði rúmlega 100 leiki á sínum tíma. Matti var talinn gífurlegt efni á sínum tíma og á 15 leiki að baki fyrir íslenska landsliðið.

„Ég hef notið dvalarinnar í Noregi en þegar mér bauðst að hjálpa gamla félaginu mínu (FH), verandi með íslenska fjölskyldu sem vill fá heimili, þá stökk ég á tækifærið," sagði Matti í viðtali á vefsíðu Vålerenga.

„Mig langar að enda atvinnumannaferilinn á góðan hátt og mun halda áfram að gefa allt fyrir Vålerenga meðan ég er hér. Framtíðin hérna lofar góðu, ég hef mikla trú á að þetta félag muni gera vel á næstu árum."

Matti, sem er 33 ára, skiptir til FH í desember en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Hafnfirðinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner