Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 17:35
Aksentije Milisic
Barcelona og Real Madrid berjast um næstu stórstjörnu Spánar
Mynd: Valencia
Stórliðin Barcelona og Real Madrid eru sögð berjast um undirskriftina hjá hinum mjög svo efnilega Fabio Blanco, leikmann Valencia.

Blanco er samningsbundinn Valencia þangað til í júní á þessu ári og eru bæði Real og Barcelona að hefja viðræður við kauða. Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, Mateu Alemany, hefur þekkt Blanco lengi og fylgst með honum og þá hefur hann einnig verið undir smásjá Real Madrid í töluverðan tíma.

Yfirmenn hjá Valencia segja að Blanco sé líkur Ferran Torres í leikstíl, en Manchester City keypti Torres frá Valencia í sumar. Þjálfarar sem hafa unnið með Blanco á síðustu árum eru allir sammála um það að þarna gæti verið á ferðinni næsta stórstjarna Spánar.

Bæði Barca og Real vilja fá leikmanninn í B-liðin sín til að byrja með en þau vilja fá hann með í æfingaferð með aðalliðinu fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner