Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. mars 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningur sem mun styrkja ensku deildina enn frekar
Dagný Brynjarsdóttir í leik gegn Manchester United á Old Trafford. Leikurinn er núna í gangi.
Dagný Brynjarsdóttir í leik gegn Manchester United á Old Trafford. Leikurinn er núna í gangi.
Mynd: Getty Images
BBC og Sky hafa gert stóran samning um að sýna úrvalsdeild kvenna á Englandi til næstu þriggja ára.

Sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi munu geta horft á alla leiki, hvort sem það er á BBC, Sky eða FA Player.

Kelly Simmons hjá enska knattspyrnusambandinu býst við því að þessi samningur muni auka áhorf á deildinni til muna.

„Þetta er einn stærsti samningurinn hvað varðar innlendan samning í kvennafótbolta," sagði Simmons við BBC.

Enska úrvalsdeildin hefur vaxið mikið síðustu ár og þessi samningur kemur til með að auka vöxt hennar enn frekar.

Dagný Brynjarsdóttir leikur með West Ham og María Þórisdóttir með Manchester United. Þær eru þessa stundina að spila við hvor aðra á Old Trafford í Manchester. María er norsk landsliðskona en á íslenskan föður.
Athugasemdir
banner
banner