Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. apríl 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Tíu heimasigrar í röð hjá Lazio - Ekki gerst síðan 1974
Leikmenn Lazio hafa verið að gera góða hluti á heimavelli
Leikmenn Lazio hafa verið að gera góða hluti á heimavelli
Mynd: Getty Images
Ítalska liðið Lazio vann AC Milan 3-0 í Seríu A í gær en þetta var tíundi heimasigur Lazio í röð.

Joaquin Correa skoraði tvö og Ciro Immobile gerði eitt í sigrinum gegn Milan í gær en liðið hefur unnið alla heimaleiki sína frá 20. desember.

Síðasta tap Lazio á heimavelli kom þann 12. desember og er þetta sögulegt fyrir félagið.

47 ár eru liðin frá því Lazio tókst síðast að vinna tíu heimaleiki í röð en það ár vann liðið ítölsku deildina.

Þá voru aðeins tvö stig gefin fyrir sigur en liðið varð meistari með 43 stig, tveimur stigum meira en Juventus.
Athugasemdir
banner
banner