Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 27. maí 2021 14:08
Ívan Guðjón Baldursson
Mike Maignan til AC Milan (Staðfest)
Mynd: EPA
AC Milan er búið að staðfesta kaup á Mike Maignan, markverði Frakklandsmeistara Lille.

Maignan er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Milan og tekur hann við markmannsstöðu Gianluigi Donnarumma sem yfirgefur félagið á frjálsri sölu eftir átta ár í Mílanó.

Maignan verður 26 ára í sumar og kemur ódýrt frá Lille þar sem hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Milan borgar 13 milljónir evra auk árangurstengdra greiðsla, en kaupverðið er ekki talið geta farið langt yfir 15 milljónir í heildina.

Maignan á 37 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakka og einn fyrir A-landsliðið. Þar af eru 6 leikir fyrir U21 landsliðið.

Milan endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar og stefnir á að styrkja hópinn í sumar. Fikayo Tomori, varnarmaður Chelsea, er ofarlega á óskalistanum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner