Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Robbie Brady farinn frá Burnley
Robbie Brady er frjáls ferða sinna í sumar. Hann kom við sögu í 21 leik á nýafstöðnu tímabili, fyrsta sinn sem hann spilar yfir 20 leiki á einu tímabili hjá Burnley.
Robbie Brady er frjáls ferða sinna í sumar. Hann kom við sögu í 21 leik á nýafstöðnu tímabili, fyrsta sinn sem hann spilar yfir 20 leiki á einu tímabili hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Robbie Brady hefur yfirgefið Burnley á frjálsri sölu eftir fjögur ár hjá félaginu.

Dvöl Brady hjá Burnley hefur einkennst af meiðslum en honum tókst þó að koma við sögu í 87 leikjum.

Brady er vinstri kantur en getur einnig leikið í vinstri bakverði og á hægri kanti.

Hjá Burnley hefur Brady meðal annars verið í samkeppni við Jóhann Berg Guðmundsson um byrjunarliðssæti.

Brady er 29 ára gamall og á 57 leiki að baki fyrir írska landsliðið. Hann var hjá Manchester United í fimm ár og hefur spilað fyrir Hull City og Norwich í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner