Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö langbestu lið landsins 2019 og 2020 - Síðustu leikir
Blikar urðu meistarar í fyrra.
Blikar urðu meistarar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórslagur á dagskrá í dag þegar Valur og Breiðablik eigast við í Pepsi Max-deild kvenna.

Fyrir leikinn eru liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar með tíu og níu stig. Selfoss er á toppnum með fullt hús stiga.

Þetta eru liðin tvö sem hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn innbyrðis síðustu tvö ár, 2019 og 2020. Á þessum tveimur árum hafa Valur og Breiðablik verið tvö langbestu lið landsins. Það er spurning hvort að Selfoss nái að blanda sér í baráttuna núna.

Á síðustu tveimur árum hafa þessi lið auðvitað mæst fjórum sinnum í deildinni.

Árið 2019 varð Valur Íslandsmeistari og endaði með tveimur stigum meira en Blikar. Í leiknum á Hlíðarenda var niðurstaðan 2-2 jafntefli en um þann leik má lesa hérna. Liðin gerðu einnig jafntefli þegar þau mættust 15. september það ár, um þann leik má lesa hérna.

Bæði lið fóru taplaus í gegnum mótið en Blikar gerðu fleiri jafntefli; þrjú gegn tveimur.

Í fyrra voru þessi tvö lið aftur langbest, en Blikar voru aðeins betri. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Breiðablik vann 4-0 sigur á Val á Kópavogsvelli þann 21. júlí 2020. Hægt er að lesa um þann leik hérna. Þau úrslit komu Blikum í kjörstöðu og svo 3. október unnu Blikar aftur, þegar liðin mættust á Hlíðarenda. Hægt er að lesa um þann leik hérna.

Hvað gerist í kvöld. Fótbolti.net verður auðvitað með beina textalýsingu frá Hlíðarenda og mun gera leiknum góð skil.
Athugasemdir
banner