Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. ágúst 2021 18:33
Victor Pálsson
James þoldi ekki að spila í bakverði
Mynd: Getty Images
Reece James, leikmaður Chelsea, ætlaði sér aldrei að spila í hægri bakverði þar sem hann gerir garðinn frægan í dag.

James er orðinn mikilvægur hlekkur í liði Chelsea en hann vann Meistaradeildina með liðinu á síðustu leiktíð.

James byrjaði sinn feril sem framherji hjá Chelsea og var síðar færður upp á miðjuna.

Með árunum hefur James færst aftar á völlinn en hann er afar sóknarsinnaður bakvörður og keyrir mikið upp hægri vænginn.

„Þegar ég kom fyrst til Chelsea þá var ég framheri en færði mig á miðjuna í tvö tímabil," sagði James.

„Þegar ég var um 15 ára gamall þá byrjaði ég að spila í hægri bakverði því það voru betri menn á miðjunni. Ég hataði það í kannski tvö eða þrjú ár og vildi aldrei spila þarna."

„Einn daginn þá klikkaði þetta og ég byrjaði að elska það. Ég held að ég hafi bara áttað mig á að ég yrði ekki á miðjunni og þetta var orðin mín nýja staða."
Athugasemdir
banner
banner