Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leverkusen festir kaup á Adli - Wolfsburg fær Waldschmidt (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það hafa nokkur félagaskipti átt sér stað í þýska boltanum undanfarna daga og hefur Bayer Leverkusen verið í fullu fjöri á leikmannamarkaðinum.

Leverkusen er búið að kaupa nokkra leikmenn en sá sem sker sig úr hópnum er Amine Adli, framsækinn miðjumaður Toulouse sem FC Bayern sýndi áhuga fyrr í sumar.

Adli er 21 árs gamall sóknartengiliður og kantmaður sem hefur gert fína hluti með Toulouse og á leiki að baki fyrir U18 landslið Frakka. Leverkusen er talið borga rúmlega 15 milljónir evra fyrir leikmanninn efnilega.

Leverkusen var einnig að krækja í miðjumanninn Robert Andrich frá Union Berlin og varnarmanninn Piero Hincapie sem kostar tæpar 10 milljónir evra. Hincapie kemur frá Atletico Talleres í Argentínu.

Hincapie er 19 ára gamall og getur fyllt í skarð Wendell sem Leverkusen seldi til Porto á dögunum.

Annars er það að frétta að Wolfsburg var að borga 12 milljónir evra fyrir Luca Waldschmidt, sóknarmann sem er kominn með 2 mörk í 2 leikjum með Benfica á tímabilinu.

Gian Luca Waldschmidt er 25 ára gamall og hefur skorað 2 mörk í 7 landsleikjum fyrir Þýskaland eftir að hafa gert 17 mörk í 27 leikjum fyrir yngri landsliðin.

Hann var keyptur til Benfica í fyrra en Jorge Jesus er ekki nógu hrifinn af honum og ákvað að selja aftur til Þýskalands hann ári síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner