Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. ágúst 2021 13:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky Sports: Man City ekki lengur með í baráttunni um Ronaldo
Mynd: Getty Images
Manchester City er ekki lengur í baráttunni um að fá Cristiano Ronaldo samkvæmt heimildum Sky Sports.

Man City var boðið að fá Ronaldo og félagið íhugaði að fá hann frá Juventus. Miðað við heimildir Sky Sports var Man City ekkert yfir sig spennt með að fá Ronaldo, hann fellur ekki þann flokk að vera leikmaður sem félagið myndi venjulega sýna áhuga.

Þá er greint frá því að Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, hafi haft samband við Manchester United.

Viðræður við Man Utd eru í gangi en samkvæmt heimildum Sky Sports er Mendes í viðræðum við fleiri félög.

Ef veðbankar eru skoðaðir er langlíklegast að Ronaldo endi hjá Manchester United en næstlíklegast er að hann fari hvergi. Næsti kostur þar á eftir er annað hvort Manchester City eða PSG miðað við veðbanka.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner