Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2022 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho hraunaði yfir leikmenn í hálfleik - „Skammast mín fyrir að vera þjálfarinn ykkar"
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Roma, var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í fyrri hálfleiknum gegn Juventus er liðin gerðu 1-1 jafntefli á Allianz-leikvanginum í Tórínó í kvöld.

Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 2. mínútu og gátu heimamenn bætt við fleiri mörkum.

Mourinho var verulega ósáttur við hugarfar leikmanna í fyrri hálfleiknum og sagðist hreinlega skammast sín fyrir að þjálfa þessa drengi.

Hann var þó mun sáttari við síðari hálfleikinn.

„Ég sagði við mína leikmenn í hálfleik að ég skammaðist mín fyrir að þjálfa þá. Þetta var ekki taktískt vandamál heldur viðhorf þeirra. Við getum ekki komið hingað og spilað á þennan hátt. Ég sagði við Salvatore Foti, sem var á bekknum, að við værum heppnir að vera bara 1-0 undir. Því að tapa 1-0 eru frábær úrslit eftir þessa frammistöðu í fyrri hálfleik og við vorum mjög heppnir," sagði Mourinho.

„Við gerðum nákvæmlega ekki neitt og þetta var bara pjúra heppni. Þetta var allt annað lið í síðari hálfleiknum, þó ég hafi reyndar ekki haft marga kosti á bekknum til að koma inná þar sem Zaniolo og Wijnaldum eru meiddir," sagði hann ennfremur.

Roma jafnaði leikinn þegar tuttugu mínútur voru eftir þökk sé Tammy Abraham en það var Paulo Dybala sem lagði upp markið fyrir hann.

Roma er með 7 stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Athugasemdir
banner