Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 27. ágúst 2022 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Paqueta í læknisskoðun hjá West Ham á morgun
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn eftirsótti Lucas Paqueta er á leið til West Ham United og fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun.


Arsenal hefur fylgst náið með Paqueta en hætti við að kaupa hann í sumar og þá reyndi Tottenham að stela honum frá West Ham en sú tilraun virðist ekki hafa gengið upp.

West Ham vann baráttu Lundúnaliðanna um þennan öfluga leikmann sem kemur úr herbúðum Lyon. 

Sky Sports heldur því fram að Hamrarnir muni borga 50 milljónir punda fyrir Paqueta sem yrði metfé. Sebastien Haller er dýrastur í sögu félagsins og hann kostaði 45 milljónir.

Paquetá er 24 ára gamall og gekk í raðir AC Milan fyrir þremur árum og kostaði þá 35 milljónir evra. Milan vann kapphlaupið við PSG um leikmanninn sem stóðst ekki væntingar og var seldur til Lyon ári síðar fyrir 20 milljónir.

Hann fann taktinn hjá Lyon og hefur komið að 35 mörkum í 80 leikjum hjá félaginu - 21 mark og 14 stoðsendingar.

Hann verður mikilvæg viðbót fyrir West Ham sem hefur farið illa af stað á nýju úrvalsdeildartímabili og er á botninum án stiga eftir þrjár umferðir.

Paqueta hefur skorað 7 mörk í 33 landsleikjum með Brasilíu og spilar yfirleitt sem framliggjandi miðjumaður eða fölsk nía.


Athugasemdir
banner
banner