Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Bayern fékk slæma útreið gegn Gladbach
Svipurinn á Robert Lewandowski segir alla söguna
Svipurinn á Robert Lewandowski segir alla söguna
Mynd: EPA
Leikmenn Gladbach höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir leik
Leikmenn Gladbach höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir leik
Mynd: EPA
Þýska stórliðið Bayern München er úr leik í þýska bikarnum eftir 5-0 stórtap gegn Borussia Monchengladbach. Bayern stillti upp sínu sterkasta liði en sá aldrei til sólar gegn Gladbach.

Kouadio Kone skoraði fyrir Gladbach strax á 2. mínútu leiksins og aðeins þrettán mínútum síðar bætti Ramy Bensebaini við öðru marki. Þriðja markið kom á 21. mínútu og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 3-0 fyrir Gladbach.

Breel Embolo bætti við tveimur mörkum til viðbótar í þeim síðari og lauk leiknum með 5-0 sigri Gladbach. Þetta er í fyrsta sinn í 85 leikjum sem Bayern tekst ekki að skora.

Anthony Modeste skoraði þá bæði mörk Köln sem vann Stuttgart 2-0. Karlsruher sló Bayer Leverkusen úr leik, 2-1.

Úrslit og markaskorarar:

Bayer 1 - 2 Karlsruher
0-1 Lucas Cueto ('4 )
1-1 Jeremie Frimpong ('54 )
1-2 Kyoungrok Choi ('63 )

Waldhof Mannheim 1 - 3 Union Berlin
1-0 Alexander Rossipal ('4 )
1-1 Kevin Behrens ('18 )
1-2 Taiwo Awoniyi ('95 )
1-3 Kevin Behrens ('117 )

Dynamo Dresden 2 - 3 St. Pauli
0-1 Leart Paqarada ('63 )
1-1 Christoph Daferner ('66 )
1-2 Maximilian Dittgen ('71 )
2-2 Philipp Ziereis ('73 , sjálfsmark)
2-3 Christopher Buchtmann ('101 )

Borussia M. 5 - 0 Bayern
1-0 Kouadio Kone ('2 )
2-0 Ramy Bensebaini ('15 )
3-0 Ramy Bensebaini ('21 , víti)
4-0 Breel Embolo ('51 )
5-0 Breel Embolo ('57 )

Hannover 3 - 0 Fortuna Dusseldorf
1-0 Sebastian Kerk ('30 )
2-0 Maximilian Beier ('90 )
3-0 Maximilian Beier ('90 )

Regensburg 3 - 3 Hansa (2-4 eftir vítakeppni)
0-1 Julian Riedel ('9 )
0-2 Streli Mamba ('56 )
1-2 Sarpreet Singh ('71 )
2-2 Joel Zwarts ('90 )
3-2 Steve Breitkreuz ('101 )
3-3 Pascal Breier ('120 )

Stuttgart 0 - 2 Koln
0-1 Anthony Modeste ('72 )
0-2 Anthony Modeste ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner