Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 27. október 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Conte þarf að vera í stúkunni í úrslitaleiknum um að komast áfram
Mynd: EPA
Hollenski dómarinn Danny Makkelie gaf Antonio Conte rautt spjald í gær og ítalski stjórinn verður því í banni þegar Tottenham heimsækir Marseille á þriðjudaginn, í úrslitaleik um að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Conte trylltist þegar sigurmark Tottenham gegn Sporting Lissabon var dæmt af og leikar enduðu því 1-1.

UEFA er með strangari reglur en enska úrvalsdeildin þegar kemur að brottvísunum stjóra. Conte fær ekki eingöngu bann frá því að vera á hliðarlínunni í leiknum heldur má hann ekki hafa nein samskipti við leikmenn fyrir leik eða á meðan honum stendur. Hann má ekki fara inn í klefann og verður að sitja í stúkunni.

Conte gæti mögulega fengið enn frekari þyngingu á refsingunni, eftir því hvað Makkelie skrifaði í skýrslu sína.

Þá gæti aganefnd UEFA skoðað ummæli hans í viðtölum þar sem hann ásakaði VAR um a vera óheiðarlegt. Þá sagði hann að markið hefði ekki verið dæmt af ef stærra félag en Tottenham hefði átt í hlut.

Sjá einnig:
Af hverju VAR mark Tottenham dæmt af?
Athugasemdir
banner
banner