Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 27. nóvember 2019 10:51
Elvar Geir Magnússon
Mirel Radoi stýrir Rúmeníu gegn Íslandi (Staðfest)
Mirel Radoi.
Mirel Radoi.
Mynd: Getty Images
Ljóst er að Mirel Radoi mun stýra rúmenska landsliðinu í umspilinu gegn Íslandi í mars í næsta ári.

Þessi 38 ára þjálfari var með U21 landslið Rúmeníu sem náði þeim merka áfanga að komast í undanúrslit á Evrópumótinu á síðasta ári.

Radoi er vel þekktur í heimalandinu en hann lék sem miðvörður og spilaði 67 landsleiki fyrir Rúmeníu, skoraði tvö mörk.

Hann er fyrrum leikmaður Steaua Búkarest og þá lék hann lengi í Mið-Austurlöndum.

Ísland á heimaleik gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins þann 26. mars. Sigurliðið þar mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM þriðjudaginn 31. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner