Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. desember 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Messi skoðar markmenn fyrir aukaspyrnur
Messi tekur aukaspyrnu.
Messi tekur aukaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur skorað 52 mörk úr aukaspyrnum á ferli sínum en hann er alltaf að leita að leiðum til að verða ennþá betri í slíkum spyrnum.

Messi skoraði sex mörk úr 41 aukaspyrnu með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur hann skorað fjögur mörk úr tólf aukaspyrnum.

Argentínumaðurinn segist skoða markverði andstæðinga sinna vel fyrir leiki.

„Ég byrjaði að skoða aukaspyrnur meira til að sjá hvort markvörðurinn hreyfi sig áður (en boltanum er sparkað), hvort að hann taki skref, hvernig hann bregst við og hvar hann staðsetur varnarvegginn," sagði Messi.

„Sannleikurinn er sá að þetta snýst allt um vinnu og æfingar. Ég hef orðið betri með því að æfa mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner