Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. desember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta var frí í helvíti"
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski sóknarmaðurinn Gary Martin var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær. Hann ræddi meðal annars um ferð sína til Tenerife í síðasta mánuði en ferðin endaði með ósköpum.

Gary greindist með kórónuveiruna við komuna til Spánar og þurfti því að fara í einangrun. Vinur Gary, boxarinn Troy Williamson, var með í för og ákvað að vera með sóknarmanni ÍBV inn á hótelinu og gefa honum félagsskap.

„Þann 23. nóvember voru settar reglur þar sem þú þurftir að fara í próf áður en þú myndir fljúga. Við flugum 22. nóvember og við fengum símtal frá hótelinu þar sem okkur var sagt að við yrðum að gefa fram neikvætt kórónuveirupróf. Prófið var jákvætt," sagði Gary.

„Vinur minn fékk neikvætt próf en hann ákvað að vera með mér inn á hótelherbergi. Það var ekki góð ákvörðun. Hann var í 17 daga læstur inn á hótelherbergi og ég í tíu daga, mér var hleypt út eftir tíu daga."

„Þetta var frí í helvíti," sagði Gary.

„Þú reynir að gera það besta úr stöðunni. Það var 26 gráðu hiti, við pöntuðum okkur mat og fengum hann upp að dyrum. Það var eins og við værum með bryta, það var fínt."

Gary var að koma heim til Bretlands úr fríi frá Maldíveyjum en það ferðalag gekk betur.

Sjá einnig:
Gary segist einn af fjórum sem hægt sé að stóla á tíu mörk frá
Útvarpsþátturinn - Áramótakæfan 2020
Athugasemdir
banner