Uppsveitir hafa samið við Silvan Cokaj um að þjálfa meistaraflokk í sumar en hann er 37 ára gamall Albani sem hefur búið á Íslandi í um 6 ár.
Silvan er með UEFA-A gráðu og hefur um 13 ára reynslu af þjálfun yngri flokka í Albaníu og á Íslandi. Hér á landi hefur hann þjálfað yngri flokka hjá ÍR, Haukum og Fjölni og verður þetta hans frumraun sem aðalþjálfari meistaraflokks.
„Silvan leggur mikið upp úr aga og skipulagi á æfingum og í leikjum og er óhræddur við að nýta tæknina til að leikgreina og finna hvar tækifærin liggja hja liðinu í leikjum," segir meðal annars í tilkynningu frá Uppsveitum.
„Það ríkir mikil ánægja innan liðsins með þessa ráðningu og er ljóst að það er spennandi sumar í vændum. Næsti leikur hjá „Silvan army" er í lengjubikar á morgun, föstudag, gegn Smára í Fagralundi í Kópavogi.
Svo er að vænta frekari fregna á næstu dögum. Nýjir og gamlir leikmenn semja og nýjir búningar eru væntanlegir."
Athugasemdir