Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. apríl 2021 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn PSG vildu rautt á De Bruyne - „Þetta er það sama"
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye, miðjumaður Paris Saint-Germain, fékk að líta beint rautt spjald í tapinu gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Það er ekki annað hægt að segja en að rauða spjaldið hafi verið verðskuldað.

Gueye fór illa í Gundogan en hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.

Gueye fékk beint rautt spjald en nokkrum mínútum síðar vildu leikmenn PSG fá rautt spjald á Kevin de Bruyne, stórstjörnu Man City, en hann fékk bara gult spjald.

De Bruyne steig ofan á Danilo. „Þetta er það sama, þetta er það sama," mátti heyra leikmenn PSG segja en þeim tókst ekki að fá dómarann til að breyta um skoðun. De Bruyne verður því með í seinni leiknum næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner