Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. apríl 2021 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Már setti bæði mörk Cluj í sigri
Rúnar Már í landsleik.
Rúnar Már í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson fór á kostum með Cluj í rúmensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann skoraði tvennu þegar Cluj hafði betur gegn Botoşani, 2-0, í rúmensku úrvalsdeildinni.

Rúnar kom sínum mönnum yfir á 25. mínútu og var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar. Þar við sat og ekki urðu mörkin fleiri. Rúnar hetjan hjá Cluj í kvöld.

Landsliðsmaðurinn hefur verið að koma sterkur inn hjá Cluj sem er á toppi rúmensku deildarinnar með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. Hann er búinn að skora þrjú mörk í sjö leikjum, en þrír af þessum sjö leikjum hafa verið byrjunarliðsleikir.

Ögmundur ekki í markinu hjá Olympiakos
Ögmundur Kristinsson var ekki í markinu hjá Olympiakos er liðið vann 3-1 sigur á Giannina í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum gríska bikarsins. Olympiakos vann einvígið samanlagt 4-2 og er komið í úrslit. Ögmundur hefur byrjað síðustu tvo deildarleiki Olympiakos og haldið hreinu í þeim báðum.
Athugasemdir
banner
banner