Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. maí 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Gundogan fór haltrandi af æfingu
Gundogan skoraði 13 mörk í 28 úrvalsdeildarleikjum.
Gundogan skoraði 13 mörk í 28 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Það eru möguleg vandræði í herbúðum Manchester City fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Fréttamaðurinn Marcelo Bechler er að fylgjast náið með gangi mála í Porto og greinir frá því að þýski landsliðsmaðurinn Ilkay Gündogan hafi haltrað af æfingu Man City í dag.

Þetta virðast vera smávægileg vöðvameiðsli sem setja þátttöku Gündogan í úrslitaleiknum í hættu.

Búist var við að Gündogan yrði í byrjunarliðinu ásamt Fernandinho og Phil Foden en ef Þjóðverjinn verður ekki með gætu hlutirnir flækst fyrir Pep Guardiola.

Búist er við að Rodri taki stöðu Gündogan í byrjunarliðinu, þó að menn á borð við Gabriel Jesus og Raheem Sterling komi einnig til greina.

Sjá einnig:
Líkleg byrjunarlið Man City og Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner