Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. maí 2021 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Albert tryggði Fram sigur - Sex marka jafntefli á Selfossi
Albert Hafsteinsson skoraði sigurmark Framara
Albert Hafsteinsson skoraði sigurmark Framara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrvoje Tokic skoraði tvö fyrir Selfyssinga
Hrvoje Tokic skoraði tvö fyrir Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar unnu fjórða leik sinn í röð í Lengjudeildinni er liðið lagði Fjölni, 1-0, á Extra-vellinum í rokinu í Grafarvoginum í kvöld en á sama tíma gerðu Selfoss og Grótta 3-3 jafntefli.

Það hefur verið rok og rigning á höfuðborgarsvæðinu í dag og í raun ótrúlegt að leikurinn hafi farið fram en dómarateymið ákvað að leikurinn yrði spilaður þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Framarar voru með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en eina mark leiksins kom á 22. mínútu. Fred átti skot sem fór af varnarmanni og á Albert Hafsteinsson sem skoraði.

Vindurinn hafði mikil áhrif á nokkur færi í leiknum og þá átti Ólafur Íshólm Ólafsson frábæra vörslu í upphafi síðari hálfleiks. Albert fékk þá góðan skalla til að tvöfalda forystu Framara en tókst ekki að teikna hann á markið.

Lokatölur 1-0 á Extravellinum og Framarar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Fjölnir með 9 stig í 2. sæti.

Selfoss og Grótta gerðu þá 3-3 jafntefli í hinum leik kvöldsins í deildinni. Hinn 17 ára gamli Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö fyrir gestina.

Pétur Theódór Árnason kom Gróttu yfir á 40. mínútu. Grótta fékk óbeina aukaspyrnu eftir að Adam Örn Sveinbjörnsson kom sér fyrir sendingu og þaðan fór boltinn á Stefán Þór Ágústsson í markinu en dómari leiksins dæmdi óbeina aukaspyrnu og skoraði Pétur úr henni.

Kjartan Kári gerði annað markið fjórum mínútum síðar en Stefán, markvörður Selfyssinga, var að dvelja lengi á boltanum og náði Pétur að pressa hann. Pétur komst inn í sendinguna og þaðan fór boltinn á Kjartan sem skoraði.

Kjartan gerði þriðja markið þegar hálftími var eftir og Grótta að nálgast sigurinn en Selfyssingar komu til baka. Hrvoje Tokic skoraði fyrst eftir sendingu frá Gary Martin og þá lagði Gary upp annað markið fyrir Valdimar Jóhannsson.

Þremur mínútum síðar fékk Selfoss vítaspyrnu eftir að Valdimar féll í teignum. Tokic steig á punktinn og skoraði. Lokatölur 3-3 og öflugt stig sem Selfyssingar næla sér í.

Selfoss er í áttunda sæti með fjögur stig en Grótta í þriðja sæti með sjö stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fjölnir 0 - 1 Fram
0-1 Albert Hafsteinsson ('22 )

Selfoss 3 - 3 Grótta
0-1 Pétur Theódór Árnason ('40 )
0-2 Kjartan Kári Halldórsson ('44 )
0-3 Kjartan Kári Halldórsson ('60 )
1-3 Hrvoje Tokic ('64 )
2-3 Valdimar Jóhannsson ('71 )
3-3 Hrvoje Tokic ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner