Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. maí 2021 07:00
Aksentije Milisic
Mourinho vill fá Xhaka til Roma
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Sky Sports á Ítalíu þá hefur Jose Mourinho, nýr stjóri AS Roma, mikinn áhuga á að fá Granit Xhaka til liðsins frá Arsenal.

Arsenal vill fá 25 milljónir punda fyrir Xhaka en Roma er sagt hafa boðið 13 milljónir punda í þennan miðjumann.

Xhaka kom til Arsenal frá Borussia Monchengladbach árið 2016 og hefur þó nokkrum sinnum verið orðaður burt frá Arsenal á þessum tíma.

Samkvæmt ítölskum heimildum þá standa viðræður yfir um hugsanlega kaup Roma á leikmanninum. Möguleiki er að Roma taki Xhaka fyrst á láni en félagið er ekki reiðubúið til þess að greiða þessar 25 milljónir punda sem enska félagið vill fá fyrir Xhaka.

Jose Mourinho hefur haft mikið álit á Xhaka í gegnum tíðina og spurning hvort honum takist að fá leikmanninn til Rómar.

Xhaka hefur spilað 45 leiki fyrir Arsenal á þessu tímabili, skorað eitt mark og lagt upp tvö.
Athugasemdir
banner
banner