Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2022 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í úrslitaleiknum: Klopp treystir Konate
Fabinho og Thiago eru báðir klárir í slaginn
Fabinho og Thiago eru báðir klárir í slaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að því, úrslitaleikur Meistaradeildarinnar hefst eftir rúman klukkutíma.

Liverpool og Real Madrid mætast í París í öðrum úrslitaleiknum sín á milli á fjórum árum. Síðast hafði Real Madrid betur en það hefur margt gerst síðan þá.

Það er búið að opinbera byrjunarliðin fyrir úrslitaleikinn.

Hjá Liverpool kemur það helst kannski á óvart að Ibrahima Konate byrjar frekar en Joel Matip. Konate hefur ekki mikla reynslu af svona mikilvægum leikjum en Jurgen Klopp treystir honum í þetta verkefni. Fabinho og Thiago eru báðir klárir í slaginn og byrja. Þá byrjar Luis Diaz, sem kom til félagsins í janúar.

Hjá Real Madrid var helsta spurningin með það hver mun byrja á hægri vængnum. Miðjumaðurinn Federico Valverde fær það verkefni. Eden Hazard og Gareth Bale byrja báðir á bekknum, en þeir hafa ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Robertson, Thiago, Fabinho, Henderson, Diaz, Mane, Salah.
(Varamenn: Kelleher, Gomez, Matip, Milner, Tsimikas, Jones, Oxlade-Chamberlain, Keita, Minamino, Elliot, Jota, Firmino)

Byrjunarlið Real Madrid: Courtois, Carvajal, Militao, Alaba, Mendy, Casemiro, Kroos, Modric, Valverde, Benzema, Vinicius.
(Varamenn: Lunin, Nacho, Hazard, Asensio, Marcelo, Lucas, Bale, Ceballos, Rodrygo, Isco, Mariano, Camavinga)
Athugasemdir
banner
banner
banner