Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. ágúst 2021 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Gífurlega óvænt tap hjá Juventus
Federico Chiesa, leikmaður Juventus.
Federico Chiesa, leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus tapaði gífurlega óvænt í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þeir fengu Empoli í heimsókn og þar skoraði Leonardo Mancuso um miðbik fyrri hálfleiks fyrir Empoli.

Það var enginn Cristiano Ronaldo í liði Juventus í kvöld, hann er farinn til Manchester United. Án hans virtist Juventus ekki mjög líklegt til að skora.

Empoli náði að halda út og landa mögnuðum sigri. Stórkostleg úrslit fyrir Empoli sem er með þrjú stig. Juventus fer ekki vel af stað og er liðið aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Lazio vann 6-1 sigur gegn Spezia þar sem Ciro Immobile skoraði fjögur mörk - hvorki meira né minna. Atalanta gerði jafntefli við Bologna og Fiorentina lagði Torino að velli, 2-1.

Atalanta 0 - 0 Bologna

Fiorentina 2 - 1 Torino
1-0 Nicolas Gonzalez ('41 )
2-0 Dusan Vlahovic ('70 )
2-1 Simone Verdi ('89 )

Juventus 0 - 1 Empoli
0-1 Leonardo Mancuso ('21 )

Lazio 6 - 1 Spezia
0-1 Daniele Verde ('4 )
1-1 Ciro Immobile ('5 )
2-1 Ciro Immobile ('15 )
3-1 Ciro Immobile ('45 )
3-1 Ciro Immobile ('45 , Misnotað víti)
4-1 Felipe Anderson ('47 )
5-1 Elseid Hysaj ('70 )
6-1 Luis Alberto ('85 )
Rautt spjald: Kelvin Amian, Spezia ('54)
Athugasemdir
banner
banner