Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. október 2019 09:37
Magnús Már Einarsson
Af hverju var sigurmark dæmt af Arsenal?
Arsenal menn mótmæla í gær.
Arsenal menn mótmæla í gær.
Mynd: Getty Images
Arsenal menn eru allt annað en ánægðir með VAR eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Crystal Palace í gær. Sokratis Papastathopoulos virtist hafa skorað sigurmark Arsenal á 85. mínútu í kjölfarið á hornspyrnu.

Leikmenn Crystal Palace voru að hefja leik aftur á miðju þegar Martin Atkinson, dómari leiksins, fékk þau skilaboð úr VAR herberginu að dæma ætti markið af.

Erfitt var hins vegar að sjá af hverju markið var dæmt af en dómararnir í VAR herberginu vildu meina að Callum Chambers hefði brotið af sér í baráttu inni á vítateig eftir hornspyrnuna.

„Þetta er ekki brot. VAR sagði að þetta væri brot en ég skoðaði þetta og þetta á að vera mark," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir leikinn. „VAR er jákvætt og við þurfum á VAR að halda en við þurfum að nota það á réttan hátt."

Peter Crouch tjáði sig um atvikið í Match of the day og var steinhissa: „Ég hef horft á þetta 406 sinnum og það er ekkert augljóst við þetta," sagði Crouch.

Sjá má atvikið eftir 3 mínútur í þessu myndbandi

Athugasemdir
banner
banner