Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. október 2019 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Norðurlöndin: Jón Dagur og Arnór Ingvi skoruðu - Djurgarden í bílstjórasætinu
Arnór Ingvi ásamt Anders Christiansen. Báðir voru þeir á skotskónum í kvöld.
Arnór Ingvi ásamt Anders Christiansen. Báðir voru þeir á skotskónum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur í landsleik fyrr í þessum mánuði.
Jón Dagur í landsleik fyrr í þessum mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danmörk
AGF 1 - 2 FC Kaupmannahöfn

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem fékk FC Kaupmannahöfn í heimsókn í 14. umferð dönsku Superliga.

Dame N'Doye, fyrrum leikmaður Hull City og Sunderland, kom FCK í 0-2 með tveimur mörkum. Viktor Fischer, fyrrum leikmaður Middlesbrough og Ajax, lagði upp bæði mörkin.

Jón Dagur Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir heimamenn með marki á 56. mínútu. Jón Dagur átti þá fína tilraun á 77. mínútu en skot hans framhjá.

Jón Dagur hefur skorað sex mörk í Superliga og þrjú af þeim hafa komið gegn FCK. AGF er eftir tapið í 6. sæti með 20 stig. FCK er í 2. sæti, fjórum stigum á eftir toppliði FC Midtjylland.

Svíþjóð
Malmö FF 2 - 0 AIK
Djurgarden 3 - 0 Orebro

Það var Íslendingaslagur í Malmö þegar heimamenn tóku á móti AIK í 29. umferð sænsku Allsvenskan, alls eru 30 umferðir leiknar.

Arnór Ingvi Traustason leikur með Malmö og Kolbeinn Sigþórsson leikur með AIK, báðir voru þeir í byrjunarliðum sinna liða. Toppbaráttan er ansi hörð í Svíþjóð og mikið undir í kvöld.

Markalaust var í leikhléi en á 78. mínútu komust heimamenn yfir, Anders Christiansen markaskorarinn. Malmö bætti svo við öðru marki á 87. mínútu. Þá varð það enginn annar en Arnór Ingvi sem skoraði eftir undirbúning frá Guillermo Molins.

AIK, Malmö, Hammarby og Djurgarden voru fyrir umferðina í harðri toppbaráttu og lék Djurgarden einnig í kvöld. Djurgarden sigraði Orebro sannfærandi á heimavelli, 3-0 og heldur þriggja stiga forskoti á toppnum.

Djurgarden mætir Guðmundi Þórarinssyni og félögum hans í Norrköping í lokaumferð deildarinnar. Malmö og Hammarby hafa 62 stig og AIK hefur 59 stig í fjórða sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner