Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Áhyggjur hjá Liverpool eftir meiðsli Fabinho
Fabinho meiddist í gær.
Fabinho meiddist í gær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, og aðrir hjá félaginu eru áhyggjufullir yfir ökklameiðslum sem miðjumaðurinn Fabinho varð fyrir í leiknum gegn Napoli í gærkvöldi.

„Það stærsta í þessu öllu eru meiðsli Fabinho, það er risastórt. Það er of snemmt til að segja en við vonum að þetta sé ekki of alvarlegt. Þetta er sársauki í kringum ökklann sem er aldrei gott," sagði Klopp eftir leikinn í gær.

Deco, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, er í umboðsmannateymi Fabinho og átti þátt í félagaskiptum hans til Liverpool á sínum tíma.

Deco var á Anfield í gær og eftir leik birti hann mynd af sér ásamt Fabinho en þar sést leikmaðurinn með spelku utan um fótinn.

Það ætti að koma betur í ljós á næstu dögum hversu lengi Fabinho verður frá en gríðarlega þétt leikjaprógram er framundan hjá Liverpool og það yrði mikið áfall fyrir liðið ef þessi lykilmaður verður lengi frá keppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner