Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. desember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Wenger tók Mars súkkulaði af leikmönnum sínum
Wenger hefur verið lengi að.
Wenger hefur verið lengi að.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal í yfir 21 ár. Á fréttamannafundi í gær rifjaði hann upp þegar hann setti línurnar á leið í fyrsta útileik sinn með liðinu gegn Blackburn í október 1996.

„Ég man að ég bannaði allt súkkulaði hjá leikmönnum fyrir leik. Þegar við keyrðum í rútunni til Blackburn sungu leikmennirnir: 'Við viljum Mars stykkin okkar aftur.' 21 ári síðar erum við ennþá hérna," sagði Wenger.

„Núna eru þeir með tónlist (í heyrnatólum). Þetta hefur breyst en þá er ég meira að tala um útlitið. Kjarni leiksins er sá sami."

„Það sem hefur breyst er samfélagið. Við höfum farið út í meiri einstaklingshyggju. Einstaklingurinn hugsar meira um sinn feril og það skapar ennþá meiri áhyggjur fyrir leikmennina."

Athugasemdir
banner
banner
banner