Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. desember 2019 19:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Okkur fannst ekki rétt að Pogba myndi taka þátt í dag
Pogba spilaði seinni hálfleikinn gegn Newcastle.
Pogba spilaði seinni hálfleikinn gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni klukkan 19:45.

Pogba hefur verið að stíga upp úr meiðslum sem hafa verið að hrjá hann frá því í september. Hann hefur spilað síðustu tvo leiki United og spilaði allan seinni hálfleikinn í 4-1 sigrinum gegn Newcastle á annan í jólum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, tekur þó þá ákvörðun að vera bara ekki með Pogba í hópnum í dag.

Í viðtali við sjónvarpsstöð Man Utd sagði Solskjær: „Paul hefur spilað í tveimur leikjum núna. Okkur fannst ekki rétt að hann myndi taka þátt í dag."

Man Utd mætir Arsenal á nýársdag og spurning hvort að Pogba byrji jafnvel þar.

Laurie Whitwell, sem skrifar um United fyrir The Athletic, finnst þetta furðuleg rök fyrir að vera ekki með Pogba í hóp.

„Of snemmt fyrir Pogba eftir að hafa komið tvisvar inn á sem varamaður. Verð að segja að mér finnst þetta vera furðuleg rök þar sem hugmyndin hefur verið sú að gefa honum mínútur. Gat hann virkilega ekki spilað neitt hlutverk? Þetta verður erfitt," skrifar Whitwell á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner