Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. febrúar 2020 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Watford og Liverpool: Tvær breytingar á báðum liðum
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:30 hefst lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Watford tekur á móti Liverpol á Vicarage Road.

Liverpool hefur unnið og unnð síðan liðið gerði jafntefli gegn Manchester United og eru það einu töpuðu stig liðsins á leiktíðinni.

Jordan Henderson er meiddur hjá gestunum og því þarf Jurgen Klopp, stjóri gestanna, að velja mann í hans stað á miðjunni. Klopp gerir tvær breytingar frá 3-2 endurkomu sigrinum gegn West Ham á mánudag. Alex OxladeChamberlain byrjar á miðjunni í stað Naby Keita og Dejan Lovren kemur inn fyrir Joe Gomez í vörnina. Hvorki Keita né Gomez eru á bekknum.

Nigel Pearson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 3-0 tapinu gegn Manchester United á Old Trafford síðasta sunnudag. Watford er basli og þarf á sigri að halda. Sarr byrjar og Kiko Femenia kemur inn í liðið. Craig Dawson og Roberto Pereyra fara á bekkinn.

Byrjunarlið Watford: Foster, Femenia, Kabasele, Cathcart, Masina, Hughes, Capoue, Doucoure, Sarr, Deuloufeu, Deeney.

(Varamenn: Gomes, Dawson, Welbeck, Chalobah, Gray, Pusetto, Pereyra. )

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Ox, Mane, Salah, Firmino.

(Varamenn: Adrian, Minamino, Lallana, Origi, Matip, Jones, Hoevr. )
Athugasemdir
banner
banner