Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 29. febrúar 2020 10:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Einhverjar umræður sköpuðust og það hefur verið leyst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöldi eftir 7-1 sigur á ÍA í Lengjubikarnum. Óskar var spurður út í leikinn, æfingaferð Breiðabliks og leikmannahópinn.

Óskar var að lokum spurður út í lok æfingaferðarinanr en í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var fjallað um að tveir leikmenn Breiðabliks hefðu verið ósáttir við að Óskar hafði haldið til Danmerkur að lokinni ferð í stað þess að ferðast með hópnum til Íslands.

„Það skapaði ekkert ósætti en vissulega er það þannig að það sköpuðust einhverjar umræður um það mál og það hefur verið leyst," sagði Óskar.

„Ég held að allir geti horft á þessa ferð og sagt að hún hafi hjálpað liðinu," sagði Óskar Hrafn að lokum.


Óskar eftir 7-1 sigur: Munurinn að núna nýttum við færin
Athugasemdir
banner