„Mér fann hann (leikurinn) þokkalega góður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 7-1 sigur á ÍA í Lengjubikarnum í kvöld.
„Það hefur kannski verið smá vandamál hjá okkur að við höfum átt í erfiðleikum með að klára færin. Það var ekki undir lok fyrri hálfleiks og ekki heldur í seinni hálfleik - sem er jákvætt. Munurinn á þessum leik og síðasta leik gegn Skaganum (5-2 tap) er að núna nýtum við færin."
Blikar eru tiltölulega nýkomnir heim úr æfingaferð frá Svíþjóð þar sem liðið spilaði meðal annars æfingaleik við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Sá leikur tapaðist 4-2.
„Ég held að það hafi verið ljómandi gott fyrir okkur að sjá hvar styrleikar okkar eru, hvar við gátum sært þá og síðan hvar þeir gátu sært okkur. Það er lærdómur að spila við lið sem er betra en við," sagði Óskar.
„Án þess að ég fari að halda því fram að þetta hafi verið taktísk snilld að fara til Svíþjóðar þá held að þetta hafi heppnast vel."
Viðtalið við Óskar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir