Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. apríl 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Hasenhuttl fékk SMS frá Ferguson eftir 9-0 tapið
Fékk SMS frá goðsögn.
Fékk SMS frá goðsögn.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, segir að SMS skilaboð frá Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United, hafi hjálpað sér eftir 9-0 tapið gegn Leicester síðastliðið haust.

Hasenhuttl óttaðist að vera rekinn eftir leikinn en hann fékk traustið og þakkaði fyrir sig með því að koma Southampton af fallsvæðinu og upp í 14. sæti þar sem liðið er í dag.

„Ég fékk SMS frá Alex Ferguson. Ég þekkti hann ekki. Ef við hefðum ekki tapað 9-0 þá hefði ég aldrei heyrt frá honum," sagði Hasenhuttl.

„Þetta var það jákvæða við úrslitin. Þetta hjálpaði mér virkilega mikið. Þetta lyfti mér upp því ég var niðurbrotinn og vantaði huggun."

„Ég þarf að lifa með þessum úrslitum allt mitt líf. Það er hins vegar góð saga að við unnum seinni leikinn (gegn Leicester) 2-1. Þetta hjálpaði mér að verða reyndari stjóri."

Athugasemdir
banner
banner
banner