Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. apríl 2021 11:30
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið Vals og ÍA - Tryggvi og Arnór meiddir
Arnór Smárason er meiddur.
Arnór Smárason er meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA.
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og ÍA mætast annað kvöld klukkan 20:00 í opnunarleik Pepsi Max-deildar karla 2021. Því er spáð að Íslandsmeistarar Vals verji titil sinn en ÍA er spáð 11. sæti og þar með falli. ÍA gerði góða ferð á Hlíðarenda í fyrra og vann 4-1 útisigur.

Tryggvi Hrafn Haraldsson fótbrotnaði í æfingaleik fyrir mót og Arnór Smárason er einnig á meiðslalistanum svo þeir geta ekki mætt sínu fyrrum félagi. Tryggvi og Arnór gengu í raðir Vals fyrir þetta tímabil.

Rætt var við Tryggva í upphitunarþætti Innkastsins fyrir fyrstu umferðina.



Í Innkastinu var einnig rætt við Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfara ÍA. Jóhannes segir að hans menn séu klárir í slaginn en Sindri Snær Magnússon hefur verið að glíma við ökklameiðsli og spilar ólíklega á morgun. Í þættinum sagði Jóhannes það einnig ljóst að Árni Snær sé markvörður liðsins númer eitt.



föstudagur 30. apríl
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner