Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 29. maí 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland mætir Mexíkó í Texas í nótt
Icelandair
Ísland mætir Mexíkó
Ísland mætir Mexíkó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttuleik á AT&T-leikvanginum í Texas klukkan 01:00 í nótt.

Landsliðið spilar þrjá vináttuleiki á næstu dögum en fyrsti leikurinn er gegn Mexíkó.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum frá 2003. Liðin hafa gert tvívegis jafntefli og þá hefur Mexíkó unnið síðustu tvo leikina.

Íslenska liðið verður án margra lykilmanna en í liði Mexíkó má finna leikmenn á borð við Hirving Lozano, Jesus Corona, Andres Guardado og Hector Herrera.

Leikur dagsins:
01:00 Mexíkó - Ísland
Athugasemdir
banner